Hvalaskoðunarsamtökin vilja að Watson hætti við aðgerðir

Hvalveiðiskip Hvals.
Hvalveiðiskip Hvals. mbl.is/ÞÖK

Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa sent Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd, formlega áskorun um að hætta við öll áform um að sigla skipi sínu til Íslands til að koma í veg fyrir hvalveiðar.

Hvalaskoðunarsamtökin segjast leggjast eindregið gegn öllum mótmælaaðgerðum, sem brjóti í bága við íslensk lög og hafi ekki annað í för með sér en að ýta enn frekar undir þjóðarstoltið og þá skoðun, að hvalveiðar séu nauðsynlegur hluti af sjálfstæði Íslendinga.

Þá skora samtökin jafnframt á nýja ríkisstjórn Íslands, að hlutast til að um viðurkenna hvalaskoðun sem fullgilda og réttmæta nýtingu á hvalastofnunum við Ísland og stöðva um leið allar hvalveiðar hér við land áður en þær hafi í för með sé enn frekari skaða fyrir ferðaþjónustuna og aðrar mikilvægar útflutningsgreinar og útrásarfyrirtæki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert