Litlir lögreglubílar í hverfaeftirliti

Tveir af sjö bílum teknir í notkun hjá lögreglunni á …
Tveir af sjö bílum teknir í notkun hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Július

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri afhenti síðastliðinn föstudag Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, tvo fyrstu hverfislögreglubílana. Þetta eru minni bílar en þeir sem eru venjulega í forgangsakstri og koma í stað ómerktra bíla sem verður fækkað að sama skapi. Hverfisbílunum er ætlað að sinna eftirliti og auka sýnileika lögreglunnar í hverfum höfuðborgarinnar.

Bílarnir eru af gerðinni Ford Focus, þeir eru merktir og eru útbúnir með ljósaboga, sírenu og talstöð og eru með staðalbúnað eins og sjúkrakassa og slökkvitæki en sinna ekki radarmælingum líkt og forgangsbílarnir.

Hjá lögreglunni fengust þær upplýsingar að meiningin væri að koma sér upp sjö bílum af þessari gerð.

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri afhenti Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, tvo fyrstu …
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri afhenti Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, tvo fyrstu hverfislögreglubílana. mbl.is/Július
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert