Smábátur með kvóta seldur frá Flateyri til Dalvíkur

Smábáturinn Friðfinnur, sem var í eigu Kambs á Flateyri, hefur verið seldur til Dalvíkur ásamt 100 tonna kvóta, að því er kemur fram á fréttavefnum bb.is.

Hinrik Kristjánsson, framkvæmdastjóri Kambs, sagði í fréttum í gær að hann hafi undirritað kauptilboð fyrir hluta kvóta félagsins. Fram kom í fréttum Sjónvarpsins, að tveir smábátar Kambs og annar beitningarvélabáturinn hafi verið seldir.

Bæjarins besta segir, að ekki sé vitað hvort fyrirtæki í byggðarlaginu hafi fest kaup á kvóta Kambs eða hvort formlegt tilboð hafi verið gert en talið sé að Hraðfrystihúsið-Gunnvör í Hnífsdal og Jakob Valgeir í Bolungarvík hafi sýnt áhuga á hluta aflaheimildanna. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG, vildi ekkert segja um málið að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert