Stöðugt fleiri leita aðstoðar Stígamóta

Frá blaðamananfundi þar sem ársskýrsla Stígamóta var kynnt.
Frá blaðamananfundi þar sem ársskýrsla Stígamóta var kynnt. mbl.is/Eyþór

Alls leituðu 266 einstaklingar hjálpar Stígamóta í fyrsta skipti á síðasta ári. Var þetta 7% aukning frá fyrra ári. Ástæður þess að fólk leitaði hjálpar eru misjafnar en m.a. töldust hópnauðganir 9 og 15 konur töldu sig hafa verið beittar einhvers konar lyfjanauðgunum. Þá hefur færst í aukana að konur leiti hjálpar vegna mála sem tengjast klámi.

Fram kemur í ársskýrslu Stígamóta, sem kom út í dag, að málin, sem tengjast klámi, séu m.a. myndbirtingar eða hótanir um dreifingu myndefnis af kynlífsathöfnum sem framleitt var með eða án samþykkis kvennanna.

Þá nýttu 20 konur viðtalsþjónustu vegna vændis. Um var að ræða 9 ný mál og 11 gömul.

Heimasíða Stígamóta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert