Stöðugt fleiri leita aðstoðar Stígamóta

Frá blaðamananfundi þar sem ársskýrsla Stígamóta var kynnt.
Frá blaðamananfundi þar sem ársskýrsla Stígamóta var kynnt. mbl.is/Eyþór

Alls leituðu 266 ein­stak­ling­ar hjálp­ar Stíga­móta í fyrsta skipti á síðasta ári. Var þetta 7% aukn­ing frá fyrra ári. Ástæður þess að fólk leitaði hjálp­ar eru mis­jafn­ar en m.a. töld­ust hópnauðgan­ir 9 og 15 kon­ur töldu sig hafa verið beitt­ar ein­hvers kon­ar lyfjanauðgun­um. Þá hef­ur færst í auk­ana að kon­ur leiti hjálp­ar vegna mála sem tengj­ast klámi.

Fram kem­ur í árs­skýrslu Stíga­móta, sem kom út í dag, að mál­in, sem tengj­ast klámi, séu m.a. mynd­birt­ing­ar eða hót­an­ir um dreif­ingu mynd­efn­is af kyn­lífs­at­höfn­um sem fram­leitt var með eða án samþykk­is kvenn­anna.

Þá nýttu 20 kon­ur viðtalsþjón­ustu vegna vænd­is. Um var að ræða 9 ný mál og 11 göm­ul.

Heimasíða Stíga­móta

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert