Þörf á lögum um hópmálsókn

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir á heimasíðu embættisins að helstu áskoranir í neytendamálum, sem ný ríkisstjórn standi frammi fyrir, séu lög um hópmálsókn, lög um íbúðarlán og innheimtustarfsemi og bættir möguleikar á verðsamanburði.

Gísli áréttar í pistli, að þörf sé á lögum um hópmálsókn hérlendis eins og leidd hafi verið í lög í öðrum norrænum ríkjum í því skyni að bregðast megi við víðtækari og þar með viðameiri brotum gegn skýrum réttindum neytenda.

Þá bendir Gísli á, að neytendur hafi ekki raunhæfa möguleika á að semja við sterka aðila um hagsmuni sína, svo sem þegar um er að ræða innheimtustarfsemi og svonefnda verðtryggingu lána.

Loks bendir Gísli á misbrest á því, að reglur um verðmerkingar séu uppfylltar og segir neytendur þurfa frekari aðstoð við að fylgjast með verði á vöru og þjónustu, einkum vegna tíðra verðbreytinga.

Talsmaður neytenda

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka