Þörf á lögum um hópmálsókn

Gísli Tryggva­son, talsmaður neyt­enda, seg­ir á heimasíðu embætt­is­ins að helstu áskor­an­ir í neyt­enda­mál­um, sem ný rík­is­stjórn standi frammi fyr­ir, séu lög um hóp­mál­sókn, lög um íbúðarlán og inn­heimtu­starf­semi og bætt­ir mögu­leik­ar á verðsam­an­b­urði.

Gísli árétt­ar í pistli, að þörf sé á lög­um um hóp­mál­sókn hér­lend­is eins og leidd hafi verið í lög í öðrum nor­ræn­um ríkj­um í því skyni að bregðast megi við víðtæk­ari og þar með viðameiri brot­um gegn skýr­um rétt­ind­um neyt­enda.

Þá bend­ir Gísli á, að neyt­end­ur hafi ekki raun­hæfa mögu­leika á að semja við sterka aðila um hags­muni sína, svo sem þegar um er að ræða inn­heimtu­starf­semi og svo­nefnda verðtrygg­ingu lána.

Loks bend­ir Gísli á mis­brest á því, að regl­ur um verðmerk­ing­ar séu upp­fyllt­ar og seg­ir neyt­end­ur þurfa frek­ari aðstoð við að fylgj­ast með verði á vöru og þjón­ustu, einkum vegna tíðra verðbreyt­inga.

Talsmaður neyt­enda

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka