Ákveðið hefur verið, að allar ferðir strætisvagna Strætó bs. verða á 30 mínútna fresti frá 3. júní til 18. ágúst. Ástæðurnar fyrir þessu eru sagðar vera, að farþegafækkun sé 40-45% ásumrin vegna skólaleyfa og sumarorlofa, ákveðnar sparnaðarkröfur séu frá eigendum Strætó og erfitt sé að fá sumarafleysingarfólk til starfa eins og nánast allsstaðar annarsstaðar á landinu.
Frá 19. ágúst verður ekið á 15 mínútna fresti á völdum leiðum. Á nokkrum verður ekið á 15 mínútna fresti allan daginn en aðrar á annatímum.
Jafnframt segist fyrirtækið koma til móts við óskir um betri tengingar innan hverfa í Grafarvogi, Grafarholti/Árbæ, Kópavogi og Hafnarfirði.
Leið 16 verður lögð niður, en þar á móti kemur, að tvær nýjar hringleiðar (31 og 32), munu þjónusta Grafarvog. Þá verða leið 25 og 26 í Kópavogi lagðar niður í núverandi mynd en leiðar 35 og 36 munu taka við hlutverki þeirra. Einnig verður leið 21 í Hafnarfirði lögð niður, en leiðar 33 og 34 munu koma í staðinn. Í heild fjölgi leiðunum því um tvær.