Tilkynnt var í dag um úthlutun svonefnds byggðakvóta, en þar er 4385 þorskígildistonnum skipt milli sjávarbyggða, sem hafa lent í vanda vegna samdráttar í afla, aflaheimildum og afla til vinnslu á botnfiski. Miðað er við að íbúar í byggðarlögunum séu færri en 1500.
Súðavíkurhreppur og Húsavík fá m.a. 204 þorskígildistonn, hvort sveitarfélag, samkvæmt yfirliti frá sjávarútvegsráðuneyti.