Flokksstjórn Samfylkingarinnar situr enn á fundi á Hótel Sögu og ræðir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar, en að fundinum loknum verður væntanlega tilkynnt hverjir verða ráðherrar flokksins. Verða það væntanlega þrjár konur og þrír karlar.
Ráðuneytin sem í hlut Samfylkingarinnar koma eru utanríkisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, samgönguráðuneyti, iðnaðarráðuneyti, viðskiptaráðuneyti og umhverfisráðuneyti.