Flokkunarátaki hleypt af stokkunum

Merki endurvinnsluátaksins.
Merki endurvinnsluátaksins. mbl.is/Merki fengið af vef Samtaka Iðnaðarinns

Samtök iðnaðarins og Samtök Verslunar og Þjónustu hafa hleypt kynningarátaki um flokkun og endurvinnslu dagblaða, tímarita og auglýsingabæklinga. Búið hefur verið til merki fyrir átakið til að minna fólk á að flokka og skila blöðunum til endurvinnslu að lestri loknum. Merki með orðunum Gott til endurvinnslu verður sett á prentefni sem borið er í hús.

Auk þeirra standa að verkefninu prentfyrirtæki í Samtökum iðnaðarins og verslunarkeðjur í Samtökum verslunar og þjónustu. Þetta er einnig gert í samvinnu við útgefendur dagblaða og tímarita, prentfyrirtæki og verslunarkeðjur.

Skil í flokkunargáma hafa minnkað
Mörg sveitarfélög og flest þau stærstu hafa á undanförnum árum boðið íbúum sínum að skila dagblöðum og öðru prentefni í flokkunargáma. Landsmenn tóku þessari þjónustu vel og skil voru góð.

Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að við lok síðasta árs hafi komið í ljós að hlutfall þess sem er skilað minnkar og sífellt meira af prentefni er urðað með almennu sorpi.

Sveitarfélögin hafa af þessu kostnað og útgefendur, auglýsendur og prentsmiðjur hafa áhyggjur af þessari þróun og vilja leggja sitt af mörkum til að snúa henni við.

Úrvinnslugjald hugsanlegt
Nokkuð hefur verið rætt um að leggja úrvinnslugjald á pappír en óvíst er hvort gjaldtaka myndi skila meiri árangri í endurvinnslu en hún myndi færa kostnaðinn yfir á framleiðendur prentaðs efnis.

Það er því fyrirtækjunum í hag að hvetja til endurvinnslu. Í tilkynningu frá samtökunum sem standa að átakinu segir að það sé sömuleiðis akkur í því fyrir sveitarfélögin að fá prentmiðla í lið með sér við að breiða út boðskap um gagnsemi endurvinnslu.

Og vonast menn til að það skili sér í aukinni meðvitund borgaranna og betri þátttöku þeirra í sorpflokkun almennt

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert