Hæstiréttur hefur fallist á að mál Eggerts Haukdal verði tekið upp að nýju, þar sem fram séu komin ný gögn er hefðu getað leitt til annarrar niðurstöðu hefðu þau verið meðal málsskjala á sínum tíma. Hann var dæmdur sekur fyrir sex árum um fjárdrátt í opinberu starfi. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.