Jóhanna snýr aftur í félagsmálaráðuneytið

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir

Jóhanna Sigurðardóttir mun taka við félagsmálaráðuneytinu í nýrri ríkisstjórn, en hún hvarf úr því ráðuneyti árið 1994 og lét þá þau orð falla við starfsfólk að hún myndi snúa aftur. Hún segir nú að ráðuneytið, sem hún kallaði velferðarmálaráðuneyti, verði mun umfangsmeira en þegar hún sat í því síðast.

Lífeyrishluti almannatryggingakerfisins mun nú heyra undir ráðuneytið, og undir væntanlegt velferðarráðuneyti munu heyra að nokkru leyti málefni aldraðra.

Jóhanna sagðist hafa sagt við starfsfólk félagsmálaráðuneytisins, þegar hún fór úr ráðuneytinu 1994, að hún myndi snúa aftur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert