Kastaði af sér þvagi í stigahúsi vegna ósættis við nágranna sína

Ná­granna­erj­ur sem koma til kasta lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu eru stund­um harðvítug­ar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá LRH. Sem dæmi um slík­ar deil­ur nefn­ir lög­regl­an að maður nokk­ur hafi kastað af sér þvagi í stiga­húsi fjöl­býl­is­húss, en hann átti í deil­um við ná­granna sína. Í vor og vet­ur hafa lög­reglu­menn í nokkr­um til­vik­um þurft að skakka leik­inn þegar í óefni var komið.

Vor­verk­in geta t.d. endað með leiðind­um en fyr­ir ekki alls löngu var lög­regl­an beðin um að stöðva mann sem var ein­um of dug­leg­ur að mála. Til­kynn­andi sagðist eiga vegg­inn sem maður­inn væri að mála og óskaði þess að mál­ar­inn yrði stöðvaður taf­ar­laust. Um svipað leyti var beðið um aðstoð lög­reglu þar sem verið var að fella tré. Deilu­mál af því tagi koma upp ár­lega en þeim geta líka fylgt átök um lóðarmörk. Skjól­vegg­ir og grind­verk geta einnig bakað vand­ræði að mati ná­granna sem benda á að vegna þeirra fái sól­in ekki að skína óhindrað á garða og tún. Fyr­ir skömmu var lög­regl­an kölluð til í slíku máli en hún gat lítið aðhafst því þar hafði grind­verk verið fjar­lægt í heilu lagi í óþökk eig­anda.

Ná­granna­deil­ur geta tekið á sig ýms­ar fleiri mynd­ir og nefna má að lög­reglu hafa borist kvart­an­ir þar sem full­orðið fólk hef­ur staðið fyr­ir svo­kölluðu bjölluati. Sömu­leiðis hafa ein­staka aðilar gripið til þess óþverra­bragðs að hella máln­ingu inn um bréfal­úg­ur hjá fólki. Að hindra för öku­tækja er líka velþekkt þegar menn eru ósátt­ir. Á dög­un­um lagði maður bíl sín­um í veg fyr­ir öku­tæki manns sem hann átti sök­ótt við. Bíll þess síðar­nefnda komst hvergi en sá fyrr­nefndi færði bíl­inn sinn eft­ir for­töl­ur lög­reglu­manna. Þá kem­ur fyr­ir að eggj­um, tóm­atsósu og öðrum mat­væl­um er hent í bíla og þess eru líka dæmi að bíl­ar hafi verið rispaðir þegar heift­in er mik­il.

Í til­kynn­ingu LRH seg­ir að lok­um að það væri kannski betra fyr­ir alla ef fleiri borg­ar­ar hefðu kær­leiks­boðorðin að leiðarljósi en í þeim seg­ir m.a. þetta: Þú skalt elska ná­unga þinn eins og sjálf­an þig.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert