Öryrkjabandalagið kærir auglýsingar með Lalla Johns

Öryrkjabandalagið hefur kært auglýsingastofuna Himin og haf til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa vegna auglýsingar Öryggismiðstöðvar Íslands þar sem Lalli Johns er í aðalhlutverki.

Í bréfi Öryrkjabandalagsins er vitnað til að slík myndbirting brjóti gegn almennri velsæmiskennd sbr. 1. gr. siðareglna SÍA. Bent er einnig á að verðlagsstofnanir og umboðmenn neytenda á Norðurlöndum hafi sett sér sameiginlegar stefnumarkandi reglur um sjónvarpsauglýsingar, í 4. gr. þeirra reglna segir m.a. að auglýsingar skuli ekki brjóta í bága við almenna góða siði og skuli ekki vanvirða mannlega sæmd.

Í lok kærubréfsins segir m.a: „Lalli Johns er þekktur á Íslandi sem heimilislaus maður og er að vissu leyti holdgervingur þess þjóðfélagshóps. Öryrkjabandalag Íslands telur að með framangreindri auglýsingarherferð sé ekki eingöngu alið á ótta almennings gagnvart Lalla Johns heldur gagnvart öllu heimilislausu fólki. Margir heimilislausir einstaklingar eru öryrkjar og því telur Öryrkjabandalag Íslands sér skylt að gæta hagsmuna þeirra þegar að þeim er vegið.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka