Ráðherrar ræddu um stöðu Vestfjarða

Sturla Böðvars­son, sam­gönguráðherra, og Magnús Stef­áns­son, fé­lags­málaráðherra, sem báðir eru þing­menn Norðvest­ur­kjör­dæm­is, áttu með sér fund í fé­lags­málaráðuneyt­inu í morg­un þar sem þeir fóru meðal ann­ars yfir stöðu at­vinnu­mála á Vest­fjörðum sem verið hafa í brenni­depli und­an­farið.

Fram kem­ur á heimasíðu sam­gönguráðuneyt­is­ins, að þeir Sturla og Magnús hafi sér­stak­lega fjallað um at­vinnu­ástandið á Flat­eyri í ljósi þess að fiskiðju­fyr­ir­tækið Kamb­ur hafi ákveðið að hætta starf­semi sinni. Fund­ur­inn hafi einnig verið liður í að und­ir­búa fyr­ir­hugaðan fund með öll­um þing­mönn­um Norðvest­ur­kjör­dæm­is um stöðuna.

Einnig ræddu ráðherr­arn­ir ýmis önn­ur mál­efni kjör­dæm­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert