Á þingflokksfundi framsóknarmanna í dag var ný stjórn þingflokksins kjörin. Siv Friðleifsdóttir er nýr þingflokksformaður og meðstjórnendur eru Magnús Stefánsson og Birkir J. Jónsson.
Varamenn í stjórn þingflokksins eru Bjarni Harðarson og Höskuldur Þór Þórhallsson.