Sjálfstæðismönnum og Samfylkingu kynntur stjórnarsamningurinn

Geir H. Haarde gerir flokksráði Sjálfstæðisflokks grein fyrir stjórnarmynduninni. Við …
Geir H. Haarde gerir flokksráði Sjálfstæðisflokks grein fyrir stjórnarmynduninni. Við borðið sitja Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Andri Óttarsson. mbl.is/GSH

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll nú klukkan sjö, og þingflokkur Samfylkingarinnar hóf fund á Hótel Sögu á sama tíma. Á þessum fundum kynna formenn flokkanna nýgerðan samning um stjórnarmyndun flokkanna. Síðar í kvöld mun verða greint frá hverjir verða ráðherrar í nýrri stjórn.

Að loknum flokksráðsfundinum í Valhöll mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins eiga að koma þar til fundar, og flokksráð Samfylkingarinnar fundar á Sögu klukkan átta. Að þeim fundum loknum verður væntanlega greint frá ráðherraskipan.

Ingibjörg Sólrún kemur til fundarins á Sögu.
Ingibjörg Sólrún kemur til fundarins á Sögu. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert