Flokksráð Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll nú klukkan sjö, og þingflokkur Samfylkingarinnar hóf fund á Hótel Sögu á sama tíma. Á þessum fundum kynna formenn flokkanna nýgerðan samning um stjórnarmyndun flokkanna. Síðar í kvöld mun verða greint frá hverjir verða ráðherrar í nýrri stjórn.
Að loknum flokksráðsfundinum í Valhöll mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins eiga að koma þar til fundar, og flokksráð Samfylkingarinnar fundar á Sögu klukkan átta. Að þeim fundum loknum verður væntanlega greint frá ráðherraskipan.