Stal bíl og ók austur

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 300 þúsund króna sekt fyrir að stela bíl í Reykjavík nótt eina í febrúar árið 2005 og ók honum ljóslausum austur fyrir fjall. Ökuferðinni lauk í Hveragerði þar sem bíllinn lenti upp á kantsteini og skemmdist.

Maðurinn reyndist vera ölvaður en áfengismagn í blóði var 1,07‰. Hann var sviptur ökuréttindum í 18 mánuði. Fram kemur í dómnum, að maðurinn hefur áður verið sviptur ökuréttindum vegna ölvunaraksturs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert