Ágúst Ólafur Ágústsson: Ekki vonbrigði að fá ekki ráðherraembætti

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar segir það ekki vera vonbrigði …
Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar segir það ekki vera vonbrigði fyrir sig að fá ekki ráðherrasæti Mynd/ÁT

Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son,vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist hafa haft metnað til að verða ráðherra en það séu ekki von­brigði fyr­ir sig að fá ekki ráðherra­sæti í fyrstu rík­is­stjórn sem Sam­fylk­ing­in á aðild að. Ágúst Ólaf­ur sagðist skilja að líta þurfi til margra sjón­ar­miða í út­hlut­un ráðherra­sæta.

„Það er mjög mik­il­vægt að kynja­hlut­fallið sé jafnt í okk­ar ráðherra­hópi líkt og flokks­samþykkt­ir kveða á um. Síðan þarf að líta til kjör­dæm­anna en það þarf að styrkja flokk­inn á lands­byggðinni og það hefði ekki gengið að ganga fram­hjá lands­byggðarþing­mönn­um. Við erum bara það marg­ir öfl­ug­ir leiðtog­ar í Reykja­vík þannig að þetta fór svona," sagði Ágúst Ólaf­ur í gær og ít­rekaði að ekki væri búið að ákveða með upp­still­ingu nefnda né hver gegni þing­flokks­for­mennsku í Sam­fylk­ing­unni.

Ágúst Ólaf­ur hef­ur setið á Alþingi í fjög­ur ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert