Ágúst Ólafur Ágústsson: Ekki vonbrigði að fá ekki ráðherraembætti

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar segir það ekki vera vonbrigði …
Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar segir það ekki vera vonbrigði fyrir sig að fá ekki ráðherrasæti Mynd/ÁT

Ágúst Ólafur Ágústsson,varaformaður Samfylkingarinnar, segist hafa haft metnað til að verða ráðherra en það séu ekki vonbrigði fyrir sig að fá ekki ráðherrasæti í fyrstu ríkisstjórn sem Samfylkingin á aðild að. Ágúst Ólafur sagðist skilja að líta þurfi til margra sjónarmiða í úthlutun ráðherrasæta.

„Það er mjög mikilvægt að kynjahlutfallið sé jafnt í okkar ráðherrahópi líkt og flokkssamþykktir kveða á um. Síðan þarf að líta til kjördæmanna en það þarf að styrkja flokkinn á landsbyggðinni og það hefði ekki gengið að ganga framhjá landsbyggðarþingmönnum. Við erum bara það margir öflugir leiðtogar í Reykjavík þannig að þetta fór svona," sagði Ágúst Ólafur í gær og ítrekaði að ekki væri búið að ákveða með uppstillingu nefnda né hver gegni þingflokksformennsku í Samfylkingunni.

Ágúst Ólafur hefur setið á Alþingi í fjögur ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert