Auglýsingar á vinsælar bloggsíður

Samkomulag hefur náðst á milli Byrs sparisjóðs, bloggvefjar mbl.is (blog.is) og a.m.k. fjögurra íslenskra bloggara um að sparisjóðurinn auglýsi á umræddum bloggsíðum. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta skipti hér á landi sem bloggarar geta beinlínis haft tekjur af skrifum sínum.

Bloggararnir fjórir sem um ræðir eru þau Ellý Ármannsdóttir, Pétur Gunnarsson, Guðmundur Steingrímsson og Óli Björn Kárason. Ekki er vitað hversu stórar upphæðir er um að ræða.

Birtingafyrirtæki Byrs sparisjóðs er MediaCom á Íslandi og var það framkvæmdastjóri þess fyrirtækis, Þórmundur Bergsson, sem hafði milligöngu um sölu auglýsinga á bloggsíðunum.

"Menn eru alltaf að leita nýrra leiða til að koma sér á framfæri og bloggið hefur sprungið út sem miðill að undanförnu. Rekstraraðili blog.is lítur svo á að síðurnar séu eign bloggara og því leitaði ég samninga við þessa bloggara og þeir tóku vel í það. Birtingafyrirtæki eins og MediaCom þarf ávallt að leita nýrra leiða fyrir viðskiptavini sína og þetta er ein slík," segir Þórmundur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert