Birtir til í rækjuiðnaði á Ísafirði

Gunn­björn ÍS, áður Fram­nes, landaði í dag rúm­um 30 tonn­um af út­hafs­rækju, eft­ir 6 sóla­hringa á veiðum. Afl­inn fer í vinnslu hjá Miðfelli á Ísaf­irði. Þetta er þriðja rækju­lönd­un Gunn­bjarn­ar eft­ir að skipið hóf rækju­veiðar á ný í byrj­un mánaðar­ins. Ferskri rækju hafði þá ekki verið landað á Ísaf­irði frá því Fram­nes­inu lagt fyr­ir einu og hálfu ári.

Jón Guðbjarts­son, út­gerðarmaður hjá Birni ehf. seg­ir að um til­raun sé að ræða, það muni koma í ljós hvort áfram­hald verði á veiðunum, afla­brögð og afurðaverð ráði því. Ekki hef­ur verið bjart yfir rækju­út­gerð og -iðnaði í mörg ár. Verð lágt og afla­brögð lé­leg. Það var ástæðan fyr­ir því að Hraðfrysti­húsið – Gunn­vör sá sig knúið til að hættu veiðum og vinnslu á rækju.

Skip­stjóri í túrn­um var Jón Stein­gríms­son og fékkst rækj­an norður af Djúp­inu og er þetta ágæt rækja. Tvö önn­ur skip frá Ísaf­irði eru á rækju­veiðum, Óli Hall HU og Strák­ur SK. Þau eru á veiðum vest­ur af land­inu og landa á Snæ­fellsnesi og er afl­an­um keyrt til Ísa­fjarðar til vinnslu hjá Miðfelli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert