Geir H. Haarde kjörinn heiðursdoktor við Minnesotaháskóla

Í tilefni af 25 ára samstarfi Háskóla Íslands og Háskólans í Minnesota, mun Robert H. Bruininks, rektor Háskólans í Minnesota lýsa kjöri Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem heiðursdoktor við skólann. Kjörið fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun.

Geri Haarde forsætisráðherra lauk meistaraprófi í hagfræði frá Háskólanum í Minnesota árið 1977 og vill skólinn með nafnbótinni veita þessum fyrrverandi nemanda sínum viðurkenningu fyrir framlag hans til íslensks samfélags, sem þar með eykur hróður Háskólans í Minnesota.

Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir, að samstarf HÍ og Háskólans í Minnesota hafi verið blómlegt allt frá upphafi og hafa hundruð stúdenta og vísindamanna beggja skóla komið þar að. Samstarfið hafi náð til fjölda fræðasviða s.s.félagsvísinda, heilbrigðisvísinda og verkfræði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert