Hlekktist á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli

Hjól brotnaði af vélinni í lendingu.
Hjól brotnaði af vélinni í lendingu. mbl.is/Golli

Tveggja hreyfla einkaflugvél hlekktist á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli nú á tólfta tímanum í kvöld. Tveir farþegar voru í vélinni en hvorugan sakaði, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vélin er erlend, af gerðinni Cessna Skymaster, og var að koma frá Grænlandi.

Ekkert liggur fyrir um tildrög óhappsins en rannsóknarnefnd flugslysa var strax kvödd á vettvang og mun hún annast rannsókn óhappsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka