Hlekktist á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli

Hjól brotnaði af vélinni í lendingu.
Hjól brotnaði af vélinni í lendingu. mbl.is/Golli

Tveggja hreyfla einka­flug­vél hlekkt­ist á í lend­ingu á Reykja­vík­ur­flug­velli nú á tólfta tím­an­um í kvöld. Tveir farþegar voru í vél­inni en hvor­ug­an sakaði, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Vél­in er er­lend, af gerðinni Cessna Skyma­ster, og var að koma frá Græn­landi.

Ekk­ert ligg­ur fyr­ir um til­drög óhapps­ins en rann­sókn­ar­nefnd flug­slysa var strax kvödd á vett­vang og mun hún ann­ast rann­sókn óhapps­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka