"Ísland er kjörinn staður fyrir olíuhreinsistöð"

Frá kynningarfundi um olíuhreinsistöð.
Frá kynningarfundi um olíuhreinsistöð. mbl.is/Brynjar Gauti

Haldinn var kynningarfundur í gær um hugmyndir um byggingu olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum. Gunnar Páll Baldvinsson var á svæðinu.

Íslenskur hátækniiðnaður, fyrirtæki sem nokkrir Íslendingar eiga hlut að auk annarra, setti fyrr á þessu ári fram hugmyndir um að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Fyrirtækið hefur augastað á svæðum í Arnarfirði annars vegar og Dýrafirði hins vegar. Samþykki sveitarfélögin verkefnið, með öllum þeim skilyrðum sem því kunna að fylgja, mætti búast við að fjögur til fimm ár liðu þar til starfsemin kæmist í gagnið.

Raphael Baron, einn eiganda Katamak-nafta, samstarfsaðila Íslensks hátækniiðnaðar, ræddi við Morgunblaðið um hugmyndina. Á síðastliðnum árum hefur hann komið að ýmsum verkefnum er tengjast flutningi gass og olíu.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert