Íslendingur rændur í Malaví

Fjórir vopnaðir menn réðust á íslenskan starfsmann Þróunarsamvinnustofnunar í Malaví í nótt og rændu öllu verðmætu af honum. Fram kom í kvöldfréttum Sjónvarps, að maðurinn slapp ómeiddur en ræningjarnir skildu hann eftir keflaðan eftir að hafa læst verði hans inni í útihúsi.

Maðurinn er verkefnastjóri í fiskimálum á vegum Þróunarsamvinnustofnunar í Monky Bay við Malavívatn. Að sögn Sjónvarpsins réðust ræningjarnir að húsi mannsins, vopnaðir hnífum og byssum, tóku verði hans og læstu þá í útihúsi. Vörðunum tókst síðar að losa sig og koma manninum til hjálpar. Hann var fluttur til höfuðborgarinnar Lilongvie þar sem hann fær áfallahjálp.

Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar, sagði að 4 íslenskir starfsmenn við Malavívatn hafi nú verið fluttir tímabundið frá svæðinu og skrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar þar hefur verið lokað tímabundið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert