Margir nota ekki bílbelti

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu stöðvaði átján öku­menn í gær sem notuðu ekki ör­ygg­is­belti. Þá seg­ir lög­regl­an, að mikið beri á því að eig­end­ur eða umráðamenn öku­tækja færa þau ekki til skoðunar og af þeim sök­um hafa mörg skrán­ing­ar­núm­er verið fjar­lægð af bíl­um und­an­farna daga og vik­ur.

Sama gild­ir um ótryggð öku­tæki en skrán­ing­ar­núm­er voru tek­in af tólf öku­tækj­um í gær af þeirri ástæðu einni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka