Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur, segist á bloggsíðu sinni ekki ætla að gefa kost á sér í embætti varaformanns Framsóknarflokksins á komandi miðstjórnarfundi. Hann hvetur Valgerði Sverrisdóttir til að ljá máls á framboði við þær aðstæður sem nú séu komnar upp.
Jón Sigurðsson sagði af sér sem formaður flokksins í morgun og Guðni Ágústsson tók við embættinu. Verður nýr varaformaður kjörinn á miðstjórnarfundi innan skamms í stað Guðna.
Björn Ingi segir að hann hafi verið hvattur til að sækjast eftir því embætti en ætli ekki að gera það. Hann sé enn ungur maður og takist á við krefjandi og fjölbreytt störf á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur „og kannski mun minn tími koma í þessum efnum síðar."