Stingur upp á Valgerði í embætti varaformanns

Björn Ingi Hrafns­son, formaður borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur, seg­ist á bloggsíðu sinni ekki ætla að gefa kost á sér í embætti vara­for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins á kom­andi miðstjórn­ar­fundi. Hann hvet­ur Val­gerði Sverr­is­dótt­ir til að ljá máls á fram­boði við þær aðstæður sem nú séu komn­ar upp.

Jón Sig­urðsson sagði af sér sem formaður flokks­ins í morg­un og Guðni Ágústs­son tók við embætt­inu. Verður nýr vara­formaður kjör­inn á miðstjórn­ar­fundi inn­an skamms í stað Guðna.

Björn Ingi seg­ir að hann hafi verið hvatt­ur til að sækj­ast eft­ir því embætti en ætli ekki að gera það. Hann sé enn ung­ur maður og tak­ist á við krefj­andi og fjöl­breytt störf á vett­vangi borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur „og kannski mun minn tími koma í þess­um efn­um síðar."

Bloggsíða Björns Inga

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert