Elsti Vestfirðingurinn er 103 ára í dag

Torfhildur er elsti Vestfirðingurinn og fjórði elsti Íslendingurinn.
Torfhildur er elsti Vestfirðingurinn og fjórði elsti Íslendingurinn. mynd/bb.is

Torfhildur er fædd í Asparvík á Ströndum og var yngst átta barna Önnu Bjarnveigar Bjarnadóttur og Torfa Björnssonar. Að auki átti Torfhildur þrjú hálfsystkini. Nokkur systkina Torfhildar náðu háum aldri en bróðir hennar Ásgeir varð 100 ára, Eymundur 96 ára og Guðbjörg 91 árs.

Torfhildur ólst upp í Selárdal í Steingrímsfirði en að lokinni fermingu fór hún í vinnumennsku í Króksfirði og Reykhólasveit. Torfhildur og eiginmaður hennar Einar Jóelsson eignuðust fimm börn og eru þrjú þeirra á lífi í dag en að auki ólu þau upp dótturdóttur sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert