Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á ríkisráðsfundi í dag af Siv Friðleifsdóttur. Er Guðlaugur Þór fyrsti fulltrúi Sjálfstæðisflokksins til að gegna þessu embætti í 20 ár eða frá því Ragnhildur Helgadóttir lét af embætti að loknum kosningum sumarið 1987.
Það vafðist ekki fyrir nýjum heil brigðisráðherra að sleppa lyftunni og hlaupa upp tröppurnar upp á fjórðu hæð í húsnæði heilbrigðisráðuneytisins í nú síðdegis. Ráðuneytið er til húsa í Vegmúla 3 og er 50 manna starfslið í ráðuneytinu.
Siv afhenti Guðlaugi Þór lykla með nafni hans áletruðu á lyklakippunni og óskaði honum vel farnaðar í starfi og sagði hann eiga í vændum samstarf við gott starfsfólk ráðuneytisins.