Kristján: Samgönguráðuneytið skriðþungt skip

Sturla Böðvarsson afhendir Kristjáni L. Möller lykla að samgönguráðuneyti.
Sturla Böðvarsson afhendir Kristjáni L. Möller lykla að samgönguráðuneyti. mbl.is/RAX

Sturla Böðvars­son af­henti Kristjáni L. Möller lykla­völd­in að sam­gönguráðuneyt­inu síðdeg­is í dag. Sagðist Sturla ætla að sjá um að koma öllu í gegn­um þingið sem kæmi frá sam­gönguráðuneyt­inu, en Sturla tek­ur við embætti for­seta Alþing­is þegar þing kem­ur sam­an á ný í næstu viku. Kristján sagðist líka gjarn­an vilja eiga Sturlu að í þeirri vinnu, sem biði í ráðuneyt­inu.

Sturla sagði að unnið væri eft­ir lang­tíma­áætl­un í fjar­skipt­um og sam­göng­um. „Þetta er eins og stórt skip sem sigl­ir um hafið og það tek­ur nokk­urn tíma að snúa því, þannig að ég vona að þér gangi vel að vinna eft­ir stefn­unni frá mér," sagði Sturla.

Kristján sagði, að þótt þeir hefðu stund­um hefðu þeir þó í raun verið sam­mála um flest „Ég tek við góðu búi og mik­illi áætl­un, þetta er skriðþungt skip sem verður drekk­hlaðið næstu árin og von­andi kemst það heilt í höfn.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert