Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingar hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Jákvætt sé, að jafnmargar konur og karlar séu í ráðherraliði flokksins er jákvætt og það sýni að Samfylkingin stendur við orð sín í jafnréttismálum.
Þá segir, að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé mikil áhersla á kvenfrelsi og jafnrétti og kvennahreyfingin muni leggja sitt af mörkum til að þessi málaflokkur verði sýnilegur á kjörtímabilinu.