Fyrsta morgunflug Icelandair til Bandaríkjanna verður í dag en klukkan 10:30 leggur Boeing 757 af stað frá Keflavíkurflugvelli til New York. Að sögn félagsins er uppselt í fyrsta flugið. Til þessa hefur jafnan verið flogið til Bandaríkjanna síðdegis.
Félagið segir að það sé nú að bjóða upp á ferðir frá Evrópu til Íslands að morgni og þaðan verði haldið strax áfram til Bandaríkjanna að morgni, komið frá Bandaríkjunum um miðnætti og haldið áfram að næturlagi til Evrópu. Í sumar verður boðið upp á þessi morgunflug frá Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi til Íslands og frá Íslandi til New York og Boston.
Samkvæmt áætlun félagins verður boðið upp á um 160 ferðir á viku hverri frá Íslandi, sem er það langmesta í sögu félagins.