Ný ríkisstjórn tekur við völdum

Ný ríkisstjórn utan við Bessastaði í dag.
Ný ríkisstjórn utan við Bessastaði í dag. mbl.is/Júlíus

Ný rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sett­ist á rík­is­ráðsfund á Bessa­stöðum um klukk­an 14 þar sem hún tók form­lega við völd­um. Fund­ur­inn tók um klukku­tíma en að því loknu héldu nýju ráðherr­arn­ir á skrif­stof­ur sín­ar og til að taka við lykla­völd­um úr hönd­um fyr­ir­renn­ara sinna.

Það var létt yfir nýj­um ráðherr­um þegar þeir komu til Bessastaða í dag. Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, sem tek­ur við fé­lags­málaráðuneyt­inu eft­ir 13 ára hlé, sagði við frétta­menn, að þetta væri skemmti­leg­ur dag­ur.

Þetta er annað ráðuneyti Geirs H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, en einnig sitja í rík­is­stjórn­inni Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, mennta­málaráðherra, Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, fé­lags­málaráðherra, Árni M. Mat­hiesen, fjár­málaráðherra, Björg­vin G. Sig­urðsson, viðskiptaráðherra, Björn Bjarna­son, dóms­málaráðherra, Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra, Ein­ar K. Guðfinns­son, sjáv­ar- og land­búnaðarráðherra, Össur Skarp­héðins­son, iðnaðarráðherra, Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, heil­brigðisráðherra og Kristján L. Möller, sam­gönguráðherra.

Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á Bessastöðum í dag.
Ný rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar á Bessa­stöðum í dag. mbl.is/​Júlí­us
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr heilbrigisráðherra, ræða við fréttamenn á Bessastöðum.
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, nýr heil­brigis­ráðherra, ræða við frétta­menn á Bessa­stöðum. mbl.is/​Jón Pét­ur
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert