Samningur um rekstur Konukots endurnýjaður

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur samið við Reykjavíkurdeild Rauða Kross Íslands um um áframhaldandi rekstur athvarfs fyrir heimilislausar konur, Konukots, í Eskihlíð 2-4. Samningurinn byggir á eldri samningi um reksturinn.

Samningurinn gerir ráð fyrir að RRKÍ beri faglega og fjárhagslega ábyrgð á rekstri Konukots gegn mánaðarlegum greiðslum frá Velferðarsviði. Velferðarsvið leggur til húsnæði fyrir reksturinn að Eskihlíð 2-4. Gildistími samningsins er frá 1. maí til 31. desember á þessu ári.

Konukot hefur verið rekið fyrir heimilislausar konur í Reykjavík frá árinu 2004. Athvarfið er opið frá því seinnihluta dags fram á morgun. Boðið er upp á léttan kvöldverð og morgunverð. Konurnar geta þvegið sér í athvarfinu og farið í bað. Ef á þarf að halda er þeim útvegaður fatnaður.

Athvarfið verður opið frá frá kl. 19 til 10 fram til 31. ágúst. Opnunartíminn verður svo frá kl. 17 til kl. 12 frá 1. september.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert