Síðasti ríkisráðsfundur fráfarandi stjórnar; „Alltaf sóknarfæri í breytingum“

Síðasti ríkisráðsfundur fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófst á Bessastöðum kl. hálfellefu í dag. Sjö ráðherrar, sex úr Framsóknarflokki og einn úr Sjálfstæðisflokki, láta af embætti í dag en fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokks sitja áfram og sex nýir ráðherrar Samfylkingar taka við.

Í samtali við mbl.is sagði Valgerður Sverrisdóttir, fráfarandi utanríkisráðherra, m.a. að það væri ávallt sóknarfæri í breytingum. Þá óskaði hún nýrri ríkisstjórn velfarnaðar.

Að fundinum loknum bauð forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson ráðherrum og mökum þeirra til hádegisverðar á Bessastöðum.

Kl. 14 í dag hefst síðan ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert