Þrjóskur ökumaður

Átján ára piltur var stöðvaður á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu í gær, en sá virti hvorki stöðvunarskyldu né notaði öryggisbelti. Piltinum var bent á að hér væri um að ræða brot á umferðarlögum og var hann m.a. beðinn um nota öryggisbelti eftirleiðis. Pilturinn lét ábendingar lögreglumanna sem vind um eyru þjóta því þegar hann hélt aftur af stað var öryggisbeltið enn óspennt.

Frá þessu greinir í frétt á Lögregluvefnum.

Lögreglan veitti piltinum þá stutta eftirför uns hann lét sér segjast og nam staðar. Þessi framkoma mun kosta piltinn nokkuð í formi sekta, en þessi ungi ökumaður hefur áður verið staðinn að umferðarlagabrotum. Hann hefur þrívegis verið stöðvaður fyrir hraðakstur og einu sinni fyrir að nota ekki öryggisbelti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert