Tilboði tekið í ráðgjafaþjónustu við undirbúning virkjana í Þjórsá

Þjófafoss í Þjórsá.
Þjófafoss í Þjórsá. mbl.is/Gísli Sigurðsson

Landsvirkjun hefur formlega tekið tilboði samstarfsaðilanna VST hf., VGK-Hönnunar hf., og Rafteikningar hf. í ráðgjafaþjónustu undirbúnings Hvammsvirkjunar, Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar í neðri hluta Þjórsár en þessir aðilar áttu hagstæðasta tilboðið sem barst í útboðið. Samningsfjárhæð vegna verksins er rúmar 1370 milljónir.

Verkið felst í svokallaðri útboðshönnun mannvirkja og gerð útboðsgagna ásamt nauðsynlegri undirbúnings- og rannsóknarvinnu fyrir hönnun mannvirkja. Einnig felst í því rýni á verkhönnun virkjananna og hönnunarforsendum og endurskoðun á áætluðu vatnsrennsli og vatnsborði ásamt nánari skoðun á staðsetningu stíflumannvirkja. Þá er annast um gerð yfirlitsáætlunar um framkvæmdir og kostnað. Ráðgjafinn annast lokahönnun virkjananna þriggja og gerð vinnuteikninga ásamt tilheyrandi aðstoð á byggingartíma.

Landsvirkjun hefur opnað sérstakan vef með upplýsingum um áform um virkjanir í neðri hluta Þjórsár.

www.thjorsa.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert