Rithöfundurinn Ævar Örn Jósepsson fékk ekki Glerlykilinn, verðlaunagrip norrænna glæpabókmenntasamtaka, sem veittur er árlega fyrir bestu, norrænu glæpasöguna. Ævar var tilnefndur fyrir skáldsöguna Blóðberg, en það var Matti Rönka, rithöfundur og fréttamaður hjá finnska ríkissjónvarpinu sem hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir bókina Fjarri vinum, Ystävät kaukana.
Bókin er þriðja skáldsaga höfunarins og fjallar um Viktor Kärppa sem upprunninn er í einskismannslandi, finnskur ríkisborgari sem ólst upp Rússlandsmegin landamæranna. Hann hefur löngum dansað á gráu svæði laganna, er umsvifamikill byggingaverktaki í dag en á sér fortíð í sovéskum sérsveitum, og eins og menn vita, á fortíðin það til að elta menn upp.