Íslandspóstur tekur þátt í kolefnisjöfnun

Íslandspóstur ætlar að standa fyrir því að gróðursett verði 7613 tré á skógræktarlandi Geitasands á Suðurlandi í samvinnu við verkefnið Kolvið. Er þetta gert til að kolefnisjafna bílaflota fyrirtækisins en á vegum Íslandspósts er 123 bílum ekið í kringum 2.780.000 kílómetra á ári eða að meðaltali 22.600 km á ári á bíl.

Í tilkynningu segir, að Íslandspóstur hafi sett sér umhverfisstefnu og starfi eftir henni. Á höfuðborgarsvæðinu eru í notkun 5 metangasbílar en stefnt er að því að um 10% bílaflota Póstsins verði umhverfisvænir og í lok júní mánaðar er von á enn fleiri metangasbílum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert