Íslenskar garðplöntur merktar með fánaröndinni

Íslenskar garðplöntur og sumarblóm eru nú tilbúin til plöntunar fyrir sumarið. Íslenskir garðyrkjubændur hafa merkt framleiðslu sína með íslensku fánaröndinni til að auðvelda valið fyrir þá neytendur sem vilja heldur íslenskar plöntur í garðinn sinn.

Í tilkynningu segir Helga Hauksdóttur, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda að íslenskar garðplöntur hafi ýmsa kosti sem garðyrkjufólk sækist eftir. Plöntur ræktaðar hér á landi séu harðgerðar og vel búnar undir íslenska veðráttu. Garðyrkjubændur hafa í gegnum tíðina tekið til ræktunar fjölda tegunda og afbrigða og hafa valið úr þær plöntur sem öruggt er að hæfa íslenskum aðstæðum.

Þá segir að garðyrkjufólk viti að hretin að undaförnu komi almennt ekki niður á garðagróðri, a.m.k. ekki eins og tíðin hefur verið Suðvestanlands. Það koma nánast alltaf hret í maí og fólk bíður með að planta út viðkvæmari sumarblómum þar til farið er að hlýna (nótt +5°C) og spáin framundan er góð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka