Kona flutt á sjúkrahús eftir bílveltu í Óshlíð

Bíllinn valt upp fyrir veginn við Seljadalsófæru
Bíllinn valt upp fyrir veginn við Seljadalsófæru mynd/bb.is

Kona var flutt á sjúkra­hús eft­ir að hún missti stjórn á bif­reið sinni í Óshlíð í dag. Beita þurfti klipp­um til að ná kon­unni úr bíln­um, sem er tal­inn ónýt­ur. Ekki er að sögn lög­reglu vitað ná­kvæm­lega um meiðsl kon­unn­ar, sem var ein í bíln­um, en þau voru ekki tal­in al­var­leg. Bíll­inn valt upp fyr­ir veg, sem verður að telj­ast lán í óláni enda hlíðin snar­brött fyr­ir neðan veg­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert