„Kostnaður við strætósamgöngur myndi skila sér í umhverfis- og slysavernd"

Varðliðar umhverfisins í Hólabrekkuskóla vilja betri strætósamgöngur.
Varðliðar umhverfisins í Hólabrekkuskóla vilja betri strætósamgöngur. mbl.is/Kristinn

Sex­tán ell­efu ára krakk­ar í Hóla­brekku­skóla hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ingu um stræt­is­vagnaþjón­ustu á höfuðborg­ar­svæðinu og hug­mynd­ir um það hvernig fjölga megi farþegum Strætó. Fel­ast hug­mynd­ir þeirra m.a. í því að lækka verð og bæta þjón­ustu og segja þau að þótt kostnaður­inn verði tölu­verður muni það skila sér í minni um­ferð, hreinna lofti og færri slys­um. Hóp­ur­inn, er einn af fimm hóp­um, sem hlutu viður­kenn­ing­una Varðliðar um­hverf­is­ins, eft­ir að hafa tekið þátt í um­hverf­is­vernd­ar­verk­efni Um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins, Um­hverf­is­skóla Reykja­vík­ur og Land­vernd­ar.

Yf­ir­lýs­ing hóps­ins fylg­ir í heild sinni hér á eft­ir:

Vegna þess að í frétt­um var sagt frá því að Strætó ætl­ar að fækka ferðum og aka bara á 30 mín­útna fresti ætl­um við Varðliðar um­hverf­is­ins í Hóla­brekku­skóla að benda stjórn­end­um Strætó á eft­ir­far­andi leiðir til þess að fjölga farþegum í stræt­is­vögn­un­um:

1. Ef það væri ódýr­ara í Strætó þá mundi miklu fleiri ferðast með Strætó.
2. Okk­ur finnst sann­gjarnt far­gjald fyr­ir börn vera 20 – 30 krón­ur. Ef far­gjaldið yrði lækkað þá mundu börn frek­ar taka strætó t.d. í skól­ann og á æf­ing­ar og í stað þess að for­eldr­ar æki þeim.
3. Far­gjald fyr­ir full­orðna ætti að vera 50 – 70 krón­ur. Þá mundi al­menn­ing­ur t.d. kenn­ar­ar og fínt fólk nota strætó meira.
4. Hafa bara 7 – 10 mín­út­ur á milli ferða.
5. Ef leiðar­kerfið væri ein­fald­ara þá tæki ekki svona lang­an tíma að ferðast með Strætó. Það tek­ur t.d. alltof lang­an tíma að ferðast frá Mjódd­inni upp í Hóla­hverfi í Breiðholti.
6. Það þarf að vera styttra á milli stoppu­stöðva.

Ef þetta yrði gert þá mundi fleiri fólk nota strætó. Svifryks­meng­un­in yrði minni því að bílaum­ferðin mundi minnka. Íslend­ing­ar mundu flytja inn færri bíla og skipa­ferðum mundi þess vegna fækka. Það er gott því skip menga líka. Það mundi líka verða minna slit á veg­un­um sem er ódýr­ara fyr­ir sam­fé­lagið.

Þótt við töp­um á Strætó, þá fáum við svo margt annað í staðinn t.d. minni um­ferð, hreinna loft og líka færri slys.

Það er betra að selja mikið ódýrt en lítið dýrt.

Reykja­vík 25. maí 2007

Varðliðar um­hverf­is­ins í Hóla­brekku­skóla:

Arn­ar Freyr
Arn­ar Már
Bragi
Bryn­hild­ur
Daní­el Marinó
Ni­kola
Guðmund­ur Ágúst
Har­vey
Hrafn­hild­ur
Jó­hann Karl
Lauf­ey
Re­bekka
Sól­ey
Sverr­ir Freyr
Stefán Már
Victor Al­ex­and­er

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert