Kristrún Heimisdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra. Kristrún er lögfræðingur að mennt og er 35 ára.
Kristrún hefur m.a. starfað hjá LEX lögmannsstofu, verið lögfræðingur Samtaka iðnaðarins, framkvæmdastjóri Reykjavíkurakademíunnar, lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis og fréttamaður hjá RÚV. Hún hefur einnig sinnt kennslu við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst.
Kristrún á sæti í stjórnarskrárnefnd og er varaþingmaður í Reykjavík suður.