MND félagið gefur hóstavél

Óskar Óskarsson og Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins ásamt listakonunni …
Óskar Óskarsson og Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins ásamt listakonunni Helgu Unnarsdóttur og félögum úr Lionsklúbbnum Frey.

MND fé­lagið hef­ur gefið tauga­lækn­inga­deild B-2 í Foss­vogi svo­kallaða hósta­vél sem er tæki til þess að hjálpa sjúk­ling­um með minnkaðan vöðvakraft til þess að losa sig við slím úr önd­un­ar­veg­um.

Hósta­vél­in var keypt fyr­ir fé sem Li­ons­klúbbur­inn Freyr safnaði og gaf MND fé­lag­inu. Af­hend­ing­in fór fram á tauga­lækn­inga­deild­inni þann 8. maí 2007. Við þetta tæki­færi af­henti Guðjón Sig­urðsson formaður MND fé­lags­ins fé­lög­um úr Li­ons­klúbbn­um Frey lista­verk eft­ir lista­kon­una Helgu Unn­ars­dótt­ur sem þakk­lætis­vott fyr­ir gjöf­ina. Var það steinn með kera­mik­blómi.

Guðjón hef­ur verið öt­ull í því að safna fé til kaupa á hjálp­ar­tækj­um fyr­ir tauga­lækn­inga­deild­ina ásamt fleiri deild­um. Hann af­henti deild­inni til dæm­is nýj­an baðbekk í júní á sl. ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert