MND félagið gefur hóstavél

Óskar Óskarsson og Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins ásamt listakonunni …
Óskar Óskarsson og Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins ásamt listakonunni Helgu Unnarsdóttur og félögum úr Lionsklúbbnum Frey.

MND félagið hefur gefið taugalækningadeild B-2 í Fossvogi svokallaða hóstavél sem er tæki til þess að hjálpa sjúklingum með minnkaðan vöðvakraft til þess að losa sig við slím úr öndunarvegum.

Hóstavélin var keypt fyrir fé sem Lionsklúbburinn Freyr safnaði og gaf MND félaginu. Afhendingin fór fram á taugalækningadeildinni þann 8. maí 2007. Við þetta tækifæri afhenti Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins félögum úr Lionsklúbbnum Frey listaverk eftir listakonuna Helgu Unnarsdóttur sem þakklætisvott fyrir gjöfina. Var það steinn með keramikblómi.

Guðjón hefur verið ötull í því að safna fé til kaupa á hjálpartækjum fyrir taugalækningadeildina ásamt fleiri deildum. Hann afhenti deildinni til dæmis nýjan baðbekk í júní á sl. ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert