Einari K. Guðfinnssyni, sjávarútvegsráðherra, og Össuri Skarphéðinssyni, iðnaðarráðherra, var á fyrsta ríkisstjórnarfundi nýrrar ríkisstjórnar falið að fylgjast með þróun mála á Flateyri þar sem Kambur, stærsta sjávarútvegsryrirtækið á staðnum, er að hætta starfsemi. Einar sagði við Útvarpið að staðan ætti eftir að skýrast og í ljós kæmi hvað yrði um aflaheimildir Kambs.