Þrettán sóttu um embætti umboðsmanns barna

Þrettán umsóknir bárust um stöðu umboðsmanns barna, en umsóknarfrestur rann út sl. þriðjudag. Ingibjörg Rafnar hefur gegnt embættinu undanfarið en hún sagði því lausu. Miðað er við að forsætisráðherra skipi í embættið til fimm ára frá 1. júlí.

Umsækjendur eru:

Árni Guðmundsson, uppeldis- og menntunarfræðingur
Bergþóra Sigmundsdóttir, lögfræðingur
Elín Vigdís Hallvarðsdóttir, lögfræðingur
Eygló S. Halldórsdóttir, lögfræðingur
Guðrún Ögmundsdóttir, félagsfræðingur
Herdís Þorgeirsdóttir, doktor í lögum
Hrafn Franklín Friðbjörnsson, sálfræðingur
Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur
Margrét María Sigurðardóttir, lögfræðingur
Ólína Þorvarðardóttir, doktor í íslenskum bókmenntum
Sigurður Ragnarsson, sálfræðingur
Sverrir Óskarsson, félagsráðgjafi og stjórnsýslufræðingur
Vigdís Erlendsdóttir, sálfræðingur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert