Valgerður: Tilbúin að takast á við varaformannsembættið

00:00
00:00

Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, boðaði til blaðamanna­fund­ar í hús­næði Fram­sókn­ar­flokks­ins við Hverf­is­götu í dag en þar lýsti hún yfir að hún hygg­ist bjóða sig fram til embætt­is vara­for­manns flokks­ins á miðstjórn­ar­fundi sem fram fer í næsta mánuði. Hún seg­ist vera til­bú­in að tak­ast á við vara­for­mann­sembættið.

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur frá upp­hafi verið frjáls­lynd­ur um­bóta­flokk­ur eins og stefnu­yf­ir­lýs­ing­ar í gegn­um tíðina bera með sér. En það er mjög at­hygl­is­vert að sú rík­is­stjórn sem tók við völd­um í gær, að hún hafi þurft að sækja í smiðju Fram­sókn­ar­flokks­ins til að skil­greina sig og kalla sig frjáls­lynda um­bóta­stjórn,“ sagði Val­gerður og benti á að það væri mik­ill mun­ur á frjáls­lyndi og frjáls­hyggju.

Hún lagði sér­staka áherslu á að stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins væri hvorki til hægri eða vinstri held­ur beint áfram.

Hún sagði að sú staða sem sé kom­in upp í ís­lensk­um stjórn­mál­um skapi ný tæki­færi fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn. „Þegar þrír flokk­ar á vinstri vængn­um sam­einuðust í Sam­fylk­ingu á sín­um tíma þá var það meg­in­til­gang­ur­inn að vera mót­vægi við Sjálf­stæðis­flokk­inn. Þá var talað um tvo póla í ís­lensk­um stjórn­mál­um. En með sam­starfi Sjálftæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar þá heyr­ir þetta sög­unni til.“

„Það má segja að Sam­fylk­ing­in hafi gef­ist upp á að keppa við Sjálf­stæðis­flokk­inn og auk þess þá hafi Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hætt bar­átt­unni gegn því að gefa Sam­fylk­ing­unni tæki­færi,“ sagði Val­gerður á blaðamanna­fund­in­um í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert