Bílvelta við Gjábakkaveg

Bílvelta varð við Gjábakkaveg í morgun. Engan sakaði, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi en bíllinn er talsvert skemmdur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu rann bíllinn til á malarvegi með fyrrgreindum afleiðingum.

Þá slasaðist vélsleðamaður í Skálpanesi um klukkan tíu í morgun þegar járnkrókur, til að draga vélsleða, slóst utan í hann. Maðurinn var fluttur á slysadeild á Selfossi, brákaður á handlegg, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert