Enginn var með allar lottótölurnar réttar í kvöld og verður fyrsti vinningur, sem nam 14 milljónum króna, því fjórfaldur næst. Tveir voru með tvær tölur auk bónustölu og fær hvor þeirra 218 þúsund krónur að launum. Lottótölurnar voru 2, 13, 16, 29 og 35 og bónustalan var 25. Jókertölurnar voru 1 - 0 - 7 - 1 - 3.