Fyrstu síldinni landað á Eskifirði

Aðalsteinn Jónsson kemur með fyrstu síldina til Eskifjarðar.
Aðalsteinn Jónsson kemur með fyrstu síldina til Eskifjarðar. mbl.is/Helgi Garðarsson

Fyrstu síld­inni á vertíðinni var landað á Eskif­irði í dag þegar Aðal­steinn Jóns­son SU 11 kom að landi með eitt þúsund tonn. Að sögn Karls Más Ein­ars­son­ar út­gerðar­stjóra veidd­ist síld­in norður af Rauðatorg­inu, aust­ur af Glett­ingi. Veiðiferðin stóð yfir í viku og fer Aðal­steinn Jóns­son aft­ur á síld­armiðin eft­ir lönd­un.

Síld­in er í magr­ara lagi að sögn Karls og kjaft­full af átu.Til stend­ur að vinna síld­ina í sam­flök eða svo­kallaða flapsa og verður hún flutt á Aust­ur-Evr­ópu­markað.

Sex­tán þúsund tonna síld­arkvóti er enn óveidd­ur hjá út­gerðinni og tel­ur út­gerðar­stjór­inn mjög lík­legt að það ná­ist að veiða all­an kvót­ann. Síld­in geng­ur nú vest­ar og vest­ar og stöðugt aukast lík­ur á vet­ur­setu henn­ar úti fyr­ir Norður­landi.

Útflutn­ings­verðmæti síld­arafl­ans í fyrra var tæp­ir 10 millj­arðar króna og hafði auk­ist um rúm­lega þriðjung frá fyrra ári. Síld­in er að mestu leyti unn­in til mann­eld­is. Í fyrra voru markaðir fyr­ir frysta síld ekki eins góðir og árið áður og fór mest af síld­inni í mjöl- og lýs­is­vinnslu. Verð á þeim afurðum var þá í sögu­legu há­marki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka