Sjókajak-hátíð Eiríks Rauða er haldin í Stykkishólmi um hvítasunnuna. Gestur hátíðarinnar er þekktur enskur kajakræðari, Simon Cormwall. Til leiks eru mættir um 30 kajakræðarar sem láta ekki kalda norðan áttina með strekkingsvindi hafa áhrif á sig.
Fjölbreytt dagskrá er í gangi fyrir gestina alla helgina. Í dag kl 13 kom þyrla Landhelgisgæslunnar og sýndi áhöfn hennar æfingu í þyrlubjörgun úr sjó. Allt gekk vel. Erfitt reyndist nokkrum kajakmönnum að halda sig á réttum kili í stormöldu og vindi.
Þetta er að mati nokkra mótsgesta spennandi aðstæður, sem reyna vel á lagni ræðara og veitir þeim gott tækifæri að öðlast reynslu við erfiðar aðstæður.
Eftir hádegi á morgun fer fram í Stykkishólmshöfn sprettróður og veltukeppni